Hugmyndafræði Barnaheilla með verkefninu Blær byggist á ákveðinni hugmyndafræði og eftirfarandi gildum:
- Umburðarlyndi - að viðurkenna og skilja mikilvægi og gildi fjölbreytileikans og að koma fram við alla aðra af virðingu.
- Virðing - að viðurkenna og taka tillit til allra barnanna í hópnum, að vera öllum góður félagi og að virða margbreytileikann innan hópsins.
- Umhyggja - að sýna öllum börnum áhuga, samkennd, samlíðan og hjálpsemi. Að hafa skilning á stöðu annarra.
- Hugrekki - að þora að láta til sín heyra og geta sett sér mörk. Að vera hugrakkur og góður félagi sem bregst við óréttlæti.
Öll börnin í Regnboganum eiga sinn eigin litla Blæ sem hjálpar til við ýmis verkefni og faðmar, gleður og huggar börnin.
