Elgos og jarðskjálftar

26.03.2021

Á Grænu deildinni hefur verið mikill áhugi á jarðskjálftum og eldgosi. Fyrr í mánuðinum þegar allt lék hér á reiðiskjálfi fengu börnin fræðslu frá Gunnu deildarstjóra á Grænu um það hvernig og hvers vegna jarðskjálftar eiga sér og stað og að stundum fylgi þeim eldgos. Það var því mikil upplifun fyrir börnin þegar loks fór að gjósa og var strax sett upp beint streymi frá eldgosinu á mánudagsmorgni. Eldgosaumræður hafa smitast í bæði leik og skapandi starf og er óhætt að segja að það sé farið að gjósa á fleiri stöðum en í Geldingagdölum.