Fréttir í febrúar

18.02.2020

Hið árlega slysavarna- og skyndihjálparnámskeið var haldið um síðustu helgi. Kennari að venju var Herdís L. Stoorgard. Regnboginn og foreldraráð standa saman að námskeiðinu og er það í boði fyrir bæði starfsmenn og foreldra skólans. Framundan eru skemmtilegir dagar í leikskólanum. Skipulagið er eftir farandi:

 

Bolludagur  Á bolludaginn verður boðið uppá fiskbollur  í hádeginu og svo rjómabollur í kaffinu í tilefni dagsins.

Sprengidagur  Á sprengidag verður að venju boðið uppá saltkjöt og baunir í hádeginu.

Öskudagur  Furðufataball í salnum. Dansinn hefst um kl. 9:30, Gula deildin kemur fyrst svo smáfólkið geti notið sín í dansinum. Rauða og Græna mæta síðan til leiks þegar þau eru tilbúin og allir dansa saman eftir áhuga og getu hvers og eins.

 

Ath: Börnin mega koma í furðufötum að heiman eða fá að láni fatnað úr heimiliskrókum eftir því sem hver vill.

Útivera e.h.  Við fáum okkur svo  öll hreint loft í lungun e. hádegi svo það er mikilvægt að útigallinn sé meðferðis

ATH  Það er ekki skylda að mæta í furðu– eða grímubúningum.

 

Konudagskaffi.  Til mótvægis við þorrablótið á bóndadaginn sem er til heiðurs piltunum verður boðið uppá vöfflur  föstudaginn 21. febrúar til heiðurs stúlkunum