Leikrit og jól í skókassa

08.11.2019

Í gær frumsýndu elstu börnin á Grænu „Töfraleikritið“ fyrir vini og starfsfólk Rauðu deildarinnar. Langur undirbúningur liggur að baki sýningarinnar þar sem þau hafa samið efnið sjálf, gert leikmynd, útbúið leikhúsmiða og allt sem til þarf fyrir góða sýningu.  Um er að ræða samþætt verkefni sem verður til í stöðvavinnu og kemur inn á alla námsþætti leikskóla. Mikil málörvun og læsisvinna á sér stað í þessu skapandi ferli sem tekur nokkrar vikur á mismunandi stöðvum. Bæði áhorfendur og leikarar stóðu sig af stakri prýði!

 

Í dag fór sendinefnd Regnbogans með skókassa og afhentu í höfuðstöðvum KFUM og K sem halda utan um verkefnið „Jól í skókassa“. Börnin fengu kynningu á því hvert pakkarnir eru að fara og skoða „verkstæði jólasveinsins“ þar sem farið er yfir alla pakka sem berast. Það verða svo sannarlega glaðir krakkar sem fá sendingu af jólapökkum frá Íslandi.