Blær er kominn í leikskólann!

04.10.2019

Vikan er aldeilis búin að vera viðburðarík í Regnboganum.

Í upphafi vikunnar sagði Lubbi börnunum frá ferð sinni til Ástralíu í sumarfríinu þar sem hann kynntist vini sínum honum Blæ. Í kjölfarið sendi Lubbi bréf þar sem hann bauð Blæ að koma til Íslands og hitta krakkana í Regnboganum. Blær var ekki lengi að svara til baka og tilkynna að von væri á sér til Íslands.

 

Flugsamgöngur milli Ástralíu og Íslands hafa gengið óvenju vel því Blær var kominn til landsins eldsnemma í morgun. Það var margt um manninn á flugvellinum og Blær greyið var alveg rammviltur. En viti menn þá hittir Blær Snorra flugmann sem vill svo til að er faðir drengs í Regnboganum. Blær sagði Snorra frá því að hann væri á leiðinni í vinaleikskólann Regnbogann að hitta vin sinn Lubba og öll börnin þar. Snorri var ekki lengi að hugsa sig um og bauðst til að fylgja Blæ á leiðarenda.

Það var því í morgun þegar öll börnin voru saman komin á söng á sal að Snorri og Blær komu saman í Regnbogann börnum og starfsfólki til mikillar gleði!

 

Blær tók með sér 3 ferðatöskur, eina fyrir hverja deild. Töskurnar innihaldi bækur, tónlist, nuddsögur, myndaspjöld ofl. sem hafa það að markmið að efla tilfinninga- og félagsþroska barnanna þar sem gildin umhyggja, virðing, umburðarlyndi og hugrekki eru í hávegum höfð.

 

Við þökkum Snorra kærlega fyrir að aðstoða Blæ að komast til okkar í Regnbogann, það var svo sannarlega vinalega gert af honum!