Barnamenningarhátíð

11.04.2019

Eins og undanfarin ár tók Regnboginn þátt í samstarfi Tónskóla Sigursveins og 32. leikskóla í Reykjavík. Á hverju ári eru valin lög eftir einn eða fleiri lagahöfunda sem börnin flytja á opnun barnamenningarhátíðar í Hörpu. Í ár var yfirskrift verkefnisins "lífið er heimsin besta gotterí" og voru flutt lög eftir Jóhann G. Jóhannsson sem m.a. samdi tónlistina í Skilaboðaskjóðunni. Elstu börnin í Regnboganum æfa lögin hér í leikskólanum og fara í heimsókn í tónskólann þar sem þau æfa ásamt fleiri leikskólum og fá að prufa hljóðfæri hjá nemendum í tónlistarskólanum. Opnun barnamenningarhátíðar var 9. apríl síðastliðinn þar sem börnin sungu ásamt þjóðkór leikskólabarna og stóðu sig með prýði eins og þeim einum er lagið.