Regnboginn 16 ára og vikan framundan

04.03.2019

Regnboginn varð 16 ára í gær sunnudaginn 3. mars og óskum við öllum, starfsfólki, börnum og foreldrum til hamingju með daginn! Við munum halda formlega upp á daginn síðar í mánuðinum þegar við bjóðum Bernd Ogrodnik velkominn til okkar með brúðuleikhúsýningu sína um Einar Áskell.

 

Það er heilmikið um að vera hjá okkur í vikunni. Í dag er bolludagur og í tilefni af honum fá börn og starfsfólk fiskibollur í hádegismat og boðið verður upp á bollukaffi í kaffitímanum. Á morgun bjóðum við upp á saltkjöt og baunir í tilefni af sprengideginum. Á miðvikudaginn rennur öskudagurinn upp. Þá mega börnin koma í búningum, náttfötum eða hvernig sem þau vilja vera og haldið verður öskudagsball í salnum. Í hádeginu á öskudaginn bjóðum við upp á ofurhetjusúpu og spurning hvort það verði ekki litlar ofurhetjur sem bíða ykkar í lok dagsins og taka flugið heim!