Þorrablót og dans

25.01.2019

Í dag var haldið þorrablót í Regnboganum eins og venjan er á bóndadegi. Í vikunni föndruðu börnin á Rauðu og Grænu þorrakórónur sem þau báru við matarborðið en börnin á Gulu báru skotthúfur sem búnar voru til úr sokkabuxum. Bæði börn og starfsfólk smökkuðu á ýmsum þjóðlegum mat eins og hákarli, sviðasultu, hrútspungum o.fl. Maturinn vakti mismikla lukku þar sem sumir borðuðu með bestu lyst á meðan önnur létu sér lifrapylsuna nægja. Heyrst hefur að álfadrotting hafi heimsótt krakkana á Grænu deildinni og reynt að bjóða þeim upp í dans sem þau að sjálfsögðu afþökkuðu enda getur verið hættulegt að dansa við álfa. 

Dansnámskeiðið hefur farið vel af stað og gaman að sjá hvað börnin hafa gaman af kennslunni. Námskeiðið stendur út febrúar. Síðasti danstíminn er því 22. febrúar og bjóða þá börnin á Grænu deildinni foreldrum sýnum á dansýningu í leikskólanum.