Dagur íslenskrar tungu

16.11.2018

Í dag 16. nóvember er dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur og heldur hver deild upp á daginn á sinn hátt.  Lubbi á einnig afmæli í dag og héldu deilldarnar upp á afmælið hans með hefðbundum hætti. Lubbi fékk kórónu, sungið var fyrir hann afmælissönginn og að sjálfsögðu bauð hvutti upp á veitingar í tilefni dagsins. Margir hafa velt því fyrir sér hvað Lubbi er gamall. Þegar Eyrún Ísfold "Lubbamamma" var spurð að því þá var svarið að Lubbi er eins gamall og hentar hverjum og einum. Þannig að á Gulu deildinni getur lubbi verið 1 árs, á Rauðu 3 ára og Grænu 5 ára allt eftir því hvað hentar hverju sinni.