Jól í skókassa og ömmu og afakaffi

09.11.2018

Hið margrómaða Ömmu og afakaffi var haldið á Grænu deildinni í gær. Börnin voru búin að búa til allskonar listaverk og skreytingar fyrir daginn auk skráninga um það hvað ömmur og afar gera. Boðið var upp á söngveislu þar sem börnin sungu veln lög í tilefni dagsins. Það er alltaf jafn gaman á þessum degi í leiskólaumn og voru ömmur, afar, börn og starfsfólk mjög ánægð með daginn. Lýsandi fyrir það var þegar eitt barn á deildinni sagði í lok dags:"Ohhh getum við ekki haldið partýinu áfram!". Í dag fór svo sendinefnd elstu barnanna með skókassa sem söfnuðust í morgun og afhentu til KFUM og K. Þar fengu þá smá fræðslu um hvert pakkarnir fara og við hvernig aðstæður börnin í Úkraínu búa. Þau enduðu svo að syngja fallega haustvísu fyrir starfsfólkið. Njótið helgarinnar kveðja Fanney skólastjóri.