Öryggis- og persónuverndarstefna

09.07.2018

Í tengslum við nýju persónuverndarlöggjöfina höfum við í Regnboganum verið að rýna í og skoða hvaða áhrif löggjöfin hefur á okkur. Í Regnboganum hefur alltaf verið lögð rík áhersla að gæta vel allra gagna sem við vinnum með. Því hefur vinnan að miklu leyti falist í því að setja upp skýrt og skriflegt verklag um það hvernig við vinnum nú þegar auk smávægilegra breytinga varðandi vinnslu og geymslu gagna. Við öfum útfært upplýsinga-öryggisstefnu og persónuverndarstefnu sem finna má undir hnappinum „um skólann“. Ekki hika við að hafa samband þið eruð með ábendingar eða spurningar.