Opið hús á morgun

18.04.2018

Á morgun er hið árlega opna hús í Regboganum frá kl. 10 til 13. Þá eru verk barnanna og vinna yfir veturinn til sýnis og börnin syngja vel valin lög fyrir gesti sína. Gula deildin syngur kl. 10:30, Rauda kl. 11:15 og Græna kl. 12.  Foreldraráðið er með kaffisölu í salnum þar sem hægt verður að gæða sér á gómsætum vöfflum og með því. Allir eru hjartanlega velkomnir, mömmur og pabba, ömmur og afar og eldri nemendur og foreldrar.

Hlökkum til að sjá ykkur öll í sumarskapi á morgun.