Fréttir


Öryggis- og persónuverndarstefna

09.07.2018

Í tengslum við nýju persónuverndarlöggjöfina höfum við í Regnboganum verið að rýna í og skoða hvaða áhrif löggjöfin hefur á okkur. Í Regnboganum hefur alltaf verið lögð rík áhersla að gæta vel allra gagna sem við vinnum með. Því hefur vinnan að miklu leyti falist í því að setja upp skýrt og skriflegt verklag um það hvernig við vinnum nú þegar auk smávægilegra breytinga varðandi vinnslu og geymslu gagna. Við öfum útfært upplýsinga-öryggisstefnu og persónuverndarstefnu sem finna má undir hnappinum „um skólann“. Ekki hika við að hafa samband þið eruð með ábendingar eða spurningar.

Lesa meira

Opið hús á morgun

18.04.2018

Á morgun er hið árlega opna hús í Regboganum frá kl. 10 til 13. Þá eru verk barnanna og vinna yfir veturinn til sýnis og börnin syngja vel valin lög fyrir gesti sína. Gula deildin syngur kl. 10:30, Rauda kl. 11:15 og Græna kl. 12.  Foreldraráðið er með kaffisölu í salnum þar sem hægt verður að gæða sér á gómsætum vöfflum og með því. Allir eru hjartanlega velkomnir, mömmur og pabba, ömmur og afar og eldri nemendur og foreldrar.

Hlökkum til að sjá ykkur öll í sumarskapi á morgun. 

Lesa meira

Nýtt heimasíðuútlit

26.02.2018

Velkomin á nýtt heimasíðuútlit Regnbogans. Það eru örfáar breytingar sem fylgja þessu nýja útliti. Hver og ein deild er með sér frétta og myndasvæði fyrir sig. Það finnið þið í flipanum hér að ofan sem heitir deildir. Svæði deildanna er læst eins og áður og verður hver deild með sér lykilorð sem verður endurnýjað í upphafi hvers skólaárs.  

Bestu kveðjur 

Fanney Guðmundsdóttir 

Skólastjóri.  

Lesa meira