Fréttir


Jól í skókassa og ömmu og afakaffi

09.11.2018

Hið margrómaða Ömmu og afakaffi var haldið á Grænu deildinni í gær. Börnin voru búin að búa til allskonar listaverk og skreytingar fyrir daginn auk skráninga um það hvað ömmur og afar gera. Boðið var upp á söngveislu þar sem börnin sungu veln lög í tilefni dagsins. Það er alltaf jafn gaman á þessum degi í leiskólaumn og voru ömmur, afar, börn og starfsfólk mjög ánægð með daginn. Lýsandi fyrir það var þegar eitt barn á deildinni sagði í lok dags:"Ohhh getum við ekki haldið partýinu áfram!". Í dag fór svo sendinefnd elstu barnanna með skókassa sem söfnuðust í morgun og afhentu til KFUM og K. Þar fengu þá smá fræðslu um hvert pakkarnir fara og við hvernig aðstæður börnin í Úkraínu búa. Þau enduðu svo að syngja fallega haustvísu fyrir starfsfólkið. Njótið helgarinnar kveðja Fanney skólastjóri.

Lesa meira

Foreldrafundir

10.09.2018

Eins og fram kom í fréttabréfinu fyrir helgi eru foreldrafundir deildanna í þessum mánuði. Á þeim er starf deildanna kynnt, farið yfir ýmisar hagnýtar upplýsingar ofl. 

Foreldrafundir deildanna eru eftirfarandi:

Græna deildin - 13 september kl. 20:15,
Gula deildin - 18. september kl. 20:15,
Rauða deildin - 19. september kl. 20:15,

 

Lesa meira

Nýtt skólaár

13.08.2018

Leikskólinn opnar að nýju eftir sumarfrí fimmutudaginn 16 ágúst. Þann sama dag tekur gildi nýr opnunartími skólans sem nú verður opinn daglega frá 7:35-16:30. Hlökkum til að hitta ykkur að nýju á fimmtudaginn! 

Lesa meira

Öryggis- og persónuverndarstefna

09.07.2018

Í tengslum við nýju persónuverndarlöggjöfina höfum við í Regnboganum verið að rýna í og skoða hvaða áhrif löggjöfin hefur á okkur. Í Regnboganum hefur alltaf verið lögð rík áhersla að gæta vel allra gagna sem við vinnum með. Því hefur vinnan að miklu leyti falist í því að setja upp skýrt og skriflegt verklag um það hvernig við vinnum nú þegar auk smávægilegra breytinga varðandi vinnslu og geymslu gagna. Við öfum útfært upplýsinga-öryggisstefnu og persónuverndarstefnu sem finna má undir hnappinum „um skólann“. Ekki hika við að hafa samband þið eruð með ábendingar eða spurningar.

Lesa meira

Opið hús á morgun

18.04.2018

Á morgun er hið árlega opna hús í Regboganum frá kl. 10 til 13. Þá eru verk barnanna og vinna yfir veturinn til sýnis og börnin syngja vel valin lög fyrir gesti sína. Gula deildin syngur kl. 10:30, Rauda kl. 11:15 og Græna kl. 12.  Foreldraráðið er með kaffisölu í salnum þar sem hægt verður að gæða sér á gómsætum vöfflum og með því. Allir eru hjartanlega velkomnir, mömmur og pabba, ömmur og afar og eldri nemendur og foreldrar.

Hlökkum til að sjá ykkur öll í sumarskapi á morgun. 

Lesa meira

Nýtt heimasíðuútlit

26.02.2018

Velkomin á nýtt heimasíðuútlit Regnbogans. Það eru örfáar breytingar sem fylgja þessu nýja útliti. Hver og ein deild er með sér frétta og myndasvæði fyrir sig. Það finnið þið í flipanum hér að ofan sem heitir deildir. Svæði deildanna er læst eins og áður og verður hver deild með sér lykilorð sem verður endurnýjað í upphafi hvers skólaárs.  

Bestu kveðjur 

Fanney Guðmundsdóttir 

Skólastjóri.  

Lesa meira