Fréttir


Miðvikudagur 17. ágúst

15.08.2022

Regnboginn opnar aftur eftir sumarleyfi  miðvikudaginn 17. ágúst. 

Hlökkum til að taka á móti ykkur öllum 

Lesa meira

Blær í gönguferð

05.10.2021

Regnboginn notast við efni frá Barnaheillum sem kallast Blær. 

Lesa meira

Elgos og jarðskjálftar

26.03.2021

Á Grænu deildinni hefur verið mikill áhugi á jarðskjálftum og eldgosi. Fyrr í mánuðinum þegar allt lék hér á reiðiskjálfi fengu börnin fræðslu frá Gunnu deildarstjóra á Grænu um það 

Lesa meira

Bolludagur, sprengidagur, öskudagur og vöfflukaffi

18.02.2021

Það er óhætt að segja að þessi vika í Regnboganum sé viðburðarík. Við byrjuðum vikuna á bolludegi og voru það ánægðir krakkar sem gæddu sér á rjómabollu með súkkulaði í kaffitímanum. Á sprengidag

Lesa meira

Sumarfrí 2020

06.07.2020

Nú líður að sumarleyfi Regnbogans en leikskólinn er lokaður frá 13. júlí til 12. ágúst.  Starfsfólk Regnbogans óskar foreldrum gleðislegt sumars og vonum að þið egið öll eftir að njóta ævintýra sumarsins. Leikskólinn opnar aftur að loknu sumarfríi, fimmtudaginn 13. ágúst. 

Lesa meira

Páskafréttir

14.04.2020

Börnin hafa verið upptekin af páskaföndri síðustu misseri og ýmsar páskalegar fíkúrur orðið til í skapandi starfi. Rauða og Græna hafa verið dugleg að fara í gönguferðir og meðal annars kíkt á glugga í hverfinu í leit að böngsum. Flest fundust 103 bangsar í einni ferðinni. Bangsaleitin hefur ekki einungis farið fram útivið heldur hefur...

Lesa meira

Dúó stemma í Regnboganum

06.03.2020

Í dag komu í heimsókn til okkar þau Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari og Steef van Oosterhout slagverksleikari sem saman mynda Dúó stemma. Þau léku á alls oddi, sögðu sögu þar sem þau flétta inní söng, þulum og hljóðfærum. þau leika á ýmsis hljóðfæri og hljóðgafa sem mörg eru heimatilbúin. Sýningin sló í gegn eins og alltaf og börnin sátu dolfallin og uppnumin af hrifningu. 

Lesa meira

Fréttir í febrúar

18.02.2020

Hið árlega slysavarna- og skyndihjálparnámskeið var haldið um síðustu helgi. Kennari að venju var Herdís L. Stoorgard. Regnboginn og foreldraráð standa saman að námskeiðinu og er það í boði fyrir bæði starfsmenn og foreldra skólans. Framundan eru ....

Lesa meira

Gleðilegt nýtt ár

14.01.2020

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir samstarfið á liðnu ári. Nýja árið fer vel af stað í Regnboganum og eru allir að komast aftur í rútínu eftir jólafríið.

Danskennsla hófst fyrsta föstudag í mánuði og er það ......

Lesa meira

Leikrit og jól í skókassa

08.11.2019

Í gær frumsýndu elstu börnin á Grænu „Töfraleikritið“ fyrir vini og starfsfólk Rauðu deildarinnar. Langur undirbúningur liggur að baki sýningarinnar þar sem þau hafa samið efnið sjálf, gert leikmynd....

Lesa meira

Blær er kominn í leikskólann!

04.10.2019

Kæru foreldrar

Vikan er aldeilis búin að vera viðburðarík í Regnboganum.

Í upphafi vikunnar sagði Lubbi börnunum frá ferð sinni til Ástralíu í sumarfríinu þar sem hann kynntist vini sínum honum Blæ. Í kjölfarið sendi Lubbi bréf þar sem hann bauð Blæ að koma til Íslands og hitta krakkana í Regnboganum. Blær var ekki lengi að svara til baka og tilkynna að von væri á sér til Íslands.

Flugsamgöngur milli Ástralíu og Íslands hafa gengið ...

Lesa meira

Nýtt skólaár

12.08.2019

Leikskólinn opnar að nýju eftir sumarfrí miðvikudaginn 14. ágúst. Hlökkum til að taka á móti börnum og foreldrum á nýju skólaári.  

Lesa meira

Sumarfrí

10.07.2019

Sumarið er aldeilis búið að leika við okkur undanfarnar vikur og höfum við verið mikið úti að leika og sett upp ýmsar stöðvar í garðinum. Það var gaman hvað margir sáu sér fært að staldra við á sumargrilli foreldraráðs og skemmtilegt stemming sem skapaðist í garðinum. Föstudagurinn 12 júlí er síðasti skóladagur fyrir sumarfrí, leikskólinn er lokaður frá 15. júlí til og með 13. ágúst. Leikskólinn opnar aftur miðvikudaginn 14. ágúst.  Gleðilegt sumar og hafið það sem allra best í fríinu. 

Lesa meira

Opið hús

15.04.2019

Mikið fjölmenni var á opnu húsi á laugardaginn síðasta og var yndislegt sjá hversu margir sáu sér fært að kíkja í heimsókn. Það má með sanni segja að allir hafi mætt með sól í hjarta og gleði í sinni þrátt fyrir dæmigert haustveður úti. Krakkarnir á Grænu létu votviðrið ekki stoppa sig og tóku lagið fyrir gesti sína úti í rigningunni. Sýning á verkum barnanna hangir uppi næstu daga þannig að þeir sem misstu af er velkomið að kíkja á deildar og skoða með börnunum sínum.  Kærar þakkir til ykkar allra fyrir daginn og hafið það gott yfir páskana!

Lesa meira

Barnamenningarhátíð

11.04.2019

Eins og undanfarin ár tók Regnboginn þátt í samstarfi Tónskóla Sigursveins og 32. leikskóla í Reykjavík. Á hverju ári eru valin lög eftir einn eða fleiri lagahöfunda sem börnin flytja á opnun barnamenningarhátíðar í Hörpu. Í ár var yfirskrift verkefnisins "lífið er heimsin besta gotterí" og voru flutt lög eftir 

Lesa meira

Regnboginn 16 ára og vikan framundan

04.03.2019

Regnboginn varð 16 ára í gær sunnudaginn 3. mars og óskum við öllum, starfsfólki, börnum og foreldrum til hamingju með daginn! Við munum halda formlega upp á daginn síðar í mánuðinum þegar við bjóðum....

Lesa meira

Slysavarnanámskeið

01.02.2019

Hið árlega slysavarnanámskeið Regnbogans og foreldrafélagsins verður haldið laugardinn 9. febrúar frá kl. 8:00-13:00. Kennari er Herdís Storgaard. Námskeiðið er fyrir starfsfólk og fjölskyldur barna Regnbogans og er þáttakaendum að kostnaðarlausu. Ömmur og afar eru velkomin á námskeiðið. Skráningarblað liggur á sófaborðinu við matsalinn. 

Lesa meira

Þorrablót og dans

25.01.2019

Í dag var haldið þorrablót í Regnboganum eins og venjan er á bóndadegi. Í vikunni föndruðu börnin á Rauðu og Grænu þorrakórónur sem þau báru við matarborðið en börnin á Gulu báru skotthúfur sem búnar voru til úr sokkabuxum. 

Lesa meira

Gleðileg jól

21.12.2018

Starfsfólk Regnbogans sendir sýnar bestu jólakveðjur og þakkir fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Megi nýja árið vera ykkur farsælt og gleðiríkt. Fyrsti skóladagur eftir áramót er miðvikudagurinn 2 janúar. Njótið hátíðanna og við sjáumst hress og endurnærð á nýju á nýju ári. 

Jólakveðja

Fanney skólastjóri

Lesa meira

Jólaleikrit og fleira

07.12.2018

Þórdís Arnljótsdóttir kom í morgun með sitt árlega leikrit um Grýlu og jólasveinanna. Börn og starfsfólk skemmti sér kongunlega og var mikið hlegið. Í dag veðrur desember fréttabréfi dreift í hólf barnanna. Þar er aðeins sagt frá dagskrá desembermánaðar auk annarra upplýsinga. Föstudaginn 14 desember eru litlu jólin í Regnboganun. Þá er haldið Jólaball í salnum og aldrei að vita nema rauðklæddir gestir kíki í heimsókn. Nánari upplýsingar er að finna í fréttabréfinu.

Lesa meira