Fréttir


Nýtt skólaár

12.08.2019

Leikskólinn opnar að nýju eftir sumarfrí miðvikudaginn 14. ágúst. Hlökkum til að taka á móti börnum og foreldrum á nýju skólaári.  

Lesa meira

Sumarfrí

10.07.2019

Sumarið er aldeilis búið að leika við okkur undanfarnar vikur og höfum við verið mikið úti að leika og sett upp ýmsar stöðvar í garðinum. Það var gaman hvað margir sáu sér fært að staldra við á sumargrilli foreldraráðs og skemmtilegt stemming sem skapaðist í garðinum. Föstudagurinn 12 júlí er síðasti skóladagur fyrir sumarfrí, leikskólinn er lokaður frá 15. júlí til og með 13. ágúst. Leikskólinn opnar aftur miðvikudaginn 14. ágúst.  Gleðilegt sumar og hafið það sem allra best í fríinu. 

Lesa meira

Opið hús

15.04.2019

Mikið fjölmenni var á opnu húsi á laugardaginn síðasta og var yndislegt sjá hversu margir sáu sér fært að kíkja í heimsókn. Það má með sanni segja að allir hafi mætt með sól í hjarta og gleði í sinni þrátt fyrir dæmigert haustveður úti. Krakkarnir á Grænu létu votviðrið ekki stoppa sig og tóku lagið fyrir gesti sína úti í rigningunni. Sýning á verkum barnanna hangir uppi næstu daga þannig að þeir sem misstu af er velkomið að kíkja á deildar og skoða með börnunum sínum.  Kærar þakkir til ykkar allra fyrir daginn og hafið það gott yfir páskana!

Lesa meira

Barnamenningarhátíð

11.04.2019

Eins og undanfarin ár tók Regnboginn þátt í samstarfi Tónskóla Sigursveins og 32. leikskóla í Reykjavík. Á hverju ári eru valin lög eftir einn eða fleiri lagahöfunda sem börnin flytja á opnun barnamenningarhátíðar í Hörpu. Í ár var yfirskrift verkefnisins "lífið er heimsin besta gotterí" og voru flutt lög eftir 

Lesa meira

Regnboginn 16 ára og vikan framundan

04.03.2019

Regnboginn varð 16 ára í gær sunnudaginn 3. mars og óskum við öllum, starfsfólki, börnum og foreldrum til hamingju með daginn! Við munum halda formlega upp á daginn síðar í mánuðinum þegar við bjóðum....

Lesa meira

Slysavarnanámskeið

01.02.2019

Hið árlega slysavarnanámskeið Regnbogans og foreldrafélagsins verður haldið laugardinn 9. febrúar frá kl. 8:00-13:00. Kennari er Herdís Storgaard. Námskeiðið er fyrir starfsfólk og fjölskyldur barna Regnbogans og er þáttakaendum að kostnaðarlausu. Ömmur og afar eru velkomin á námskeiðið. Skráningarblað liggur á sófaborðinu við matsalinn. 

Lesa meira

Þorrablót og dans

25.01.2019

Í dag var haldið þorrablót í Regnboganum eins og venjan er á bóndadegi. Í vikunni föndruðu börnin á Rauðu og Grænu þorrakórónur sem þau báru við matarborðið en börnin á Gulu báru skotthúfur sem búnar voru til úr sokkabuxum. 

Lesa meira

Gleðileg jól

21.12.2018

Starfsfólk Regnbogans sendir sýnar bestu jólakveðjur og þakkir fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Megi nýja árið vera ykkur farsælt og gleðiríkt. Fyrsti skóladagur eftir áramót er miðvikudagurinn 2 janúar. Njótið hátíðanna og við sjáumst hress og endurnærð á nýju á nýju ári. 

Jólakveðja

Fanney skólastjóri

Lesa meira

Jólaleikrit og fleira

07.12.2018

Þórdís Arnljótsdóttir kom í morgun með sitt árlega leikrit um Grýlu og jólasveinanna. Börn og starfsfólk skemmti sér kongunlega og var mikið hlegið. Í dag veðrur desember fréttabréfi dreift í hólf barnanna. Þar er aðeins sagt frá dagskrá desembermánaðar auk annarra upplýsinga. Föstudaginn 14 desember eru litlu jólin í Regnboganun. Þá er haldið Jólaball í salnum og aldrei að vita nema rauðklæddir gestir kíki í heimsókn. Nánari upplýsingar er að finna í fréttabréfinu.

Lesa meira

Dagur íslenskrar tungu

16.11.2018

Í dag 16. nóvember er dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur og heldur hver deild upp á daginn á sinn hátt.  Lubbi á einnig afmæli í dag og héldu deilldarnar upp á afmælið hans með hefðbundum hætti. Lubbi fékk kórónu, sungið var fyrir hann afmælissönginn og að sjálfsögðu bauð hvutti upp á veitingar í tilefni dagsins. Margir hafa velt því fyrir sér hvað Lubbi er gamall. Þegar Eyrún Ísfold "Lubbamamma" var spurð að því þá var svarið að Lubbi er eins gamall og hentar hverjum og einum. Þannig að á Gulu deildinni getur lubbi verið 1 árs, á Rauðu 3 ára og Grænu 5 ára allt eftir því hvað hentar hverju sinni. 

Lesa meira

Jól í skókassa og ömmu og afakaffi

09.11.2018

Hið margrómaða Ömmu og afakaffi var haldið á Grænu deildinni í gær. Börnin voru búin að búa til allskonar listaverk og skreytingar fyrir daginn auk skráninga um það hvað ömmur og afar gera. Boðið var upp á söngveislu þar sem börnin sungu veln lög í tilefni dagsins. Það er alltaf jafn gaman á þessum degi í leiskólaumn og voru ömmur, afar, börn og starfsfólk mjög ánægð með daginn. Lýsandi fyrir það var þegar eitt barn á deildinni sagði í lok dags:"Ohhh getum við ekki haldið partýinu áfram!". Í dag fór svo sendinefnd elstu barnanna með skókassa sem söfnuðust í morgun og afhentu til KFUM og K. Þar fengu þá smá fræðslu um hvert pakkarnir fara og við hvernig aðstæður börnin í Úkraínu búa. Þau enduðu svo að syngja fallega haustvísu fyrir starfsfólkið. Njótið helgarinnar kveðja Fanney skólastjóri.

Lesa meira

Foreldrafundir

10.09.2018

Eins og fram kom í fréttabréfinu fyrir helgi eru foreldrafundir deildanna í þessum mánuði. Á þeim er starf deildanna kynnt, farið yfir ýmisar hagnýtar upplýsingar ofl. 

Foreldrafundir deildanna eru eftirfarandi:

Græna deildin - 13 september kl. 20:15,
Gula deildin - 18. september kl. 20:15,
Rauða deildin - 19. september kl. 20:15,

 

Lesa meira

Nýtt skólaár

13.08.2018

Leikskólinn opnar að nýju eftir sumarfrí fimmutudaginn 16 ágúst. Þann sama dag tekur gildi nýr opnunartími skólans sem nú verður opinn daglega frá 7:35-16:30. Hlökkum til að hitta ykkur að nýju á fimmtudaginn! 

Lesa meira

Öryggis- og persónuverndarstefna

09.07.2018

Í tengslum við nýju persónuverndarlöggjöfina höfum við í Regnboganum verið að rýna í og skoða hvaða áhrif löggjöfin hefur á okkur. Í Regnboganum hefur alltaf verið lögð rík áhersla að gæta vel allra gagna sem við vinnum með. Því hefur vinnan að miklu leyti falist í því að setja upp skýrt og skriflegt verklag um það hvernig við vinnum nú þegar auk smávægilegra breytinga varðandi vinnslu og geymslu gagna. Við öfum útfært upplýsinga-öryggisstefnu og persónuverndarstefnu sem finna má undir hnappinum „um skólann“. Ekki hika við að hafa samband þið eruð með ábendingar eða spurningar.

Lesa meira

Opið hús á morgun

18.04.2018

Á morgun er hið árlega opna hús í Regboganum frá kl. 10 til 13. Þá eru verk barnanna og vinna yfir veturinn til sýnis og börnin syngja vel valin lög fyrir gesti sína. Gula deildin syngur kl. 10:30, Rauda kl. 11:15 og Græna kl. 12.  Foreldraráðið er með kaffisölu í salnum þar sem hægt verður að gæða sér á gómsætum vöfflum og með því. Allir eru hjartanlega velkomnir, mömmur og pabba, ömmur og afar og eldri nemendur og foreldrar.

Hlökkum til að sjá ykkur öll í sumarskapi á morgun. 

Lesa meira

Nýtt heimasíðuútlit

26.02.2018

Velkomin á nýtt heimasíðuútlit Regnbogans. Það eru örfáar breytingar sem fylgja þessu nýja útliti. Hver og ein deild er með sér frétta og myndasvæði fyrir sig. Það finnið þið í flipanum hér að ofan sem heitir deildir. Svæði deildanna er læst eins og áður og verður hver deild með sér lykilorð sem verður endurnýjað í upphafi hvers skólaárs.  

Bestu kveðjur 

Fanney Guðmundsdóttir 

Skólastjóri.  

Lesa meira