Velkomin á heimasíðu Regnbogans

Virðing - Gleði - Umhyggja

Fréttir


Opið hús

15-04-2019 15:33


Mikið fjölmenni var á opnu húsi á laugardaginn síðasta og var yndislegt sjá hversu margir sáu sér fært að kíkja í heimsókn. Það má með sanni segja að allir hafi mætt með sól í hjarta og gleði í sinni þrátt fyrir dæmigert haustveður úti. Krakkarnir á Grænu létu votviðrið ekki stoppa sig og tóku lagið fyrir gesti sína úti í rigningunni. Sýning á verkum barnanna hangir uppi næstu daga þannig að þeir sem misstu af er velkomið að kíkja á deildar og skoða með börnunum sínum.  Kærar þakkir til ykkar allra fyrir daginn og hafið það gott yfir páskana!

Sjá meira

Barnamenningarhátíð

11-04-2019 11:04


Eins og undanfarin ár tók Regnboginn þátt í samstarfi Tónskóla Sigursveins og 32. leikskóla í Reykjavík. Á hverju ári eru valin lög eftir einn eða fleiri lagahöfunda sem börnin flytja á opnun barnamenningarhátíðar í Hörpu. Í ár var yfirskrift verkefnisins "lífið er heimsin besta gotterí" og voru flutt lög eftir 

Sjá meira

Regnboginn 16 ára og vikan framundan

04-03-2019 09:10


Regnboginn varð 16 ára í gær sunnudaginn 3. mars og óskum við öllum, starfsfólki, börnum og foreldrum til hamingju með daginn! Við munum halda formlega upp á daginn síðar í mánuðinum þegar við bjóðum....

Sjá meira