Velkomin á heimasíðu Regnbogans

Virðing - Gleði - Umhyggja

Fréttir


Gleðileg jól

21-12-2018 14:42


Starfsfólk Regnbogans sendir sýnar bestu jólakveðjur og þakkir fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Megi nýja árið vera ykkur farsælt og gleðiríkt. Fyrsti skóladagur eftir áramót er miðvikudagurinn 2 janúar. Njótið hátíðanna og við sjáumst hress og endurnærð á nýju á nýju ári.  Jólakveðja Fanney skólastjóri

Sjá meira

Jólaleikrit og fleira

07-12-2018 13:44


Þórdís Arnljótsdóttir kom í morgun með sitt árlega leikrit um Grýlu og jólasveinanna. Börn og starfsfólk skemmti sér kongunlega og var mikið hlegið. Í dag veðrur desember fréttabréfi dreift í hólf barnanna. Þar er aðeins sagt frá dagskrá desembermánaðar auk annarra upplýsinga. Föstudaginn 14 desember eru litlu jólin í Regnboganun. Þá er haldið Jólaball í salnum og aldrei að vita nema rauðklæddir gestir kíki í heimsókn. Nánari upplýsingar er að finna í fréttabréfinu.

Sjá meira

Dagur íslenskrar tungu

16-11-2018 09:10


Í dag 16. nóvember er dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur og heldur hver deild upp á daginn á sinn hátt.  Lubbi á einnig afmæli í dag og héldu deilldarnar upp á afmælið hans með hefðbundum hætti. Lubbi fékk kórónu, sungið var fyrir hann afmælissönginn og að sjálfsögðu bauð hvutti upp á veitingar í tilefni dagsins. Margir hafa velt því fyrir sér hvað Lubbi er gamall.

Sjá meira