Velkomin á heimasíðu Regnbogans

Virðing - Gleði - Umhyggja

Fréttir


Dagur íslenskrar tungu

16-11-2018 09:10


Í dag 16. nóvember er dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur og heldur hver deild upp á daginn á sinn hátt.  Lubbi á einnig afmæli í dag og héldu deilldarnar upp á afmælið hans með hefðbundum hætti. Lubbi fékk kórónu, sungið var fyrir hann afmælissönginn og að sjálfsögðu bauð hvutti upp á veitingar í tilefni dagsins. Margir hafa velt því fyrir sér hvað Lubbi er gamall. Þegar Eyrún Ísfold "Lubbamamma" var spurð að því þá var svarið að Lubbi er eins gamall og hentar hverjum og einum. Þannig að á Gulu deildinni getur lubbi verið 1 árs, á Rauðu 3 ára og Grænu 5 ára allt eftir því hvað hentar hverju sinni. 

Jól í skókassa og ömmu og afakaffi

09-11-2018 11:52


Hið margrómaða Ömmu og afakaffi var haldið á Grænu deildinni í gær. Börnin voru búin að búa til allskonar listaverk og skreytingar fyrir daginn auk skráninga um það hvað ömmur og afar gera. Boðið var upp á söngveislu þar sem börnin sungu veln lög í tilefni dagsins. Það er alltaf jafn gaman á þessum degi í leiskólaumn og voru ömmur, afar, börn og starfsfólk mjög ánægð með daginn. Lýsandi fyrir það var þegar eitt barn á deildinni sagði í lok dags:"Ohhh getum við ekki haldið partýinu áfram!". Í dag fór svo sendinefnd elstu barnanna með skókassa sem söfnuðust í morgun og afhentu til KFUM og K. Þar fengu þá smá fræðslu um hvert pakkarnir fara og við hvernig aðstæður börnin í Úkraínu búa. Þau enduðu svo að syngja fallega haustvísu fyrir starfsfólkið. Njótið helgarinnar kveðja Fanney skólastjóri.

Foreldrafundir

10-09-2018 10:57


Eins og fram kom í fréttabréfinu fyrir helgi eru foreldrafundir deildanna í þessum mánuði. Á þeim er starf deildanna kynnt, farið yfir ýmisar hagnýtar upplýsingar ofl.  Foreldrafundir deildanna eru eftirfarandi: Græna deildin - 13 september kl. 20:15, Gula deildin - 18. september kl. 20:15, Rauða deildin - 19. september kl. 20:15,