Velkomin á heimasíðu Regnbogans

Virðing - Gleði - Umhyggja

Fréttir


Sumarfrí

10-07-2019 09:41


Sumarið er aldeilis búið að leika við okkur undanfarnar vikur og höfum við verið mikið úti að leika og sett upp ýmsar stöðvar í garðinum. Það var gaman hvað margir sáu sér fært að staldra við á sumargrilli foreldraráðs og skemmtilegt stemming sem skapaðist í garðinum. Föstudagurinn 12 júlí er síðasti skóladagur fyrir sumarfrí, leikskólinn er lokaður frá 15. júlí til og með 13. ágúst. Leikskólinn opnar aftur miðvikudaginn 14. ágúst.  Gleðilegt sumar og hafið það sem allra best í fríinu. 

Sjá meira

Opið hús

15-04-2019 15:33


Mikið fjölmenni var á opnu húsi á laugardaginn síðasta og var yndislegt sjá hversu margir sáu sér fært að kíkja í heimsókn. Það má með sanni segja að allir hafi mætt með sól í hjarta og gleði í sinni þrátt fyrir dæmigert haustveður úti. Krakkarnir á Grænu létu votviðrið ekki stoppa sig og tóku lagið fyrir gesti sína úti í rigningunni. Sýning á verkum barnanna hangir uppi næstu daga þannig að þeir sem misstu af er velkomið að kíkja á deildar og skoða með börnunum sínum.  Kærar þakkir til ykkar allra fyrir daginn og hafið það gott yfir páskana!

Sjá meira

Barnamenningarhátíð

11-04-2019 11:04


Eins og undanfarin ár tók Regnboginn þátt í samstarfi Tónskóla Sigursveins og 32. leikskóla í Reykjavík. Á hverju ári eru valin lög eftir einn eða fleiri lagahöfunda sem börnin flytja á opnun barnamenningarhátíðar í Hörpu. Í ár var yfirskrift verkefnisins "lífið er heimsin besta gotterí" og voru flutt lög eftir 

Sjá meira